Lúxuskjúlli með beikoni og fetaosti

mbl.is/Gígja S. Guðjónsdóttir

Þegar uppskrift ber titilinn lúxuskjúklingarétur með fetaosti liggur það í augum uppi að þetta er eitthvað sem þarf að smakka sem fyrst. Það er nákvæmlega ekkert í þessum rétti sem gerir lífið ekki ögn betra. Athugið að hann er hugsaður fyrir tvo þannig að tvöfaldið bara gleðina ef þið eruð fleiri.

Það er hún Gígja S. Guðjóns sem á heiðurinn að þessari snilldaruppskrift en matarbloggið hennar er hægt að nálgast HÉR.

Lúxuskjúlli með beikoni og fetaosti

  • 2 kjúklingabringur
  • lítill pakki beikon
  • döðlur eftir smekk, ég notaði 1 lúku
  • hálf dós fetaostur
  • rifinn ostur


Meðlæti: Sætar kartöflur og/eða salat.

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180 á blæstri
  2. Ég grillaði kjúklinginn í mínútugrilli en það er auðvitað hægt að steikja hann líka
  3. Beikonið léttsteikt og pannan tekin af hellunni 
  4. Fetaostur og döðlur settar út í. Ég skola skærin og klippi beikonið og döðlurnar það er minna tímafrekt heldur en að skera allt í bita
  5. Kjúklingurinn settur í eldfast mót og gumsinu stráð yfir
  6. Ostur yfir og inn í ofn í 10-15 mín. :) 
mbl.is/Gígja S. Guðjónsdóttir
mbl.is/Gígja S. Guðjónsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert