Minnsti veitingastaður landsins tilnefndur til The Nordic Prize-verðlaunanna

Matreiðslumennirnir á ÓX eru Georg Arnar Halldórsson, Hafsteinn Ólafsson og …
Matreiðslumennirnir á ÓX eru Georg Arnar Halldórsson, Hafsteinn Ólafsson og Þráinn Freyr Vigfússon. mbl.is/ÓX

Veitingastaðurinn ÓX, sem alla jafna er nefndur minnsti veitingastaður landsins, hefur verið tilnefndur til hinna virtu Nordic Prize-verðlauna. Árlega eru fimm skandinavískir veitingastaðir tilnefndir en verðlaunin voru fyrst veitt árið 2009 og var það veitingastaðurinn Noma í Kaupmannahöfn sem hlaut þau.

Áður hafa íslensku staðirnir Dill og Matur & drykkur verið tilnefndir til verðlaunanna.

Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumaður og eigandi ÓX, var að vonum ánægður með tíðindin og sagði alla vera í skýjunum með tilnefninguna.

ÓX tekur einungis ellefu gesti í sæti og er falinn á bak við veitingastaðinn Sumac Grill + Drinks á Laugavegi 28.

Eftirfarandi veitingahús eru tilnefnd:

  • ÓX (Ísland)
  • Maaemo (Noregur) 3 Michelinstjörnur.
  • Grön (Finnland) 1 Michelinstjarna.
  • Frantzen (Svíþjóð) 3 Michelinstjörnur.
  • Søllerød Kro (Danmörk) 1 Michelinstjarna. 

Verðlaunin Nordic Prize voru fyrst afhent árið 2009 og var það danska veitingahúsið Noma og René Redzepi sem hlaut þann heiður. Í dag eru verðlaunin veit annað hvert ár. 

Þeir veitingastaðir sem hafa fengið Nordic Prize-verðlaunin eru:

2017: Sabi Omakase, Stavanger
2015: MAAEMO, Oslo
2014: KOKS, Torshavn
2013: Geranium, Rasmus Kofoed & Søren Ledet
2012: Maaemo, Esben Holmboe
2011: Henne Kirkeby Kro, Allan Poulsen
2010: Matsalen, Mathias Dahlgren
2009: noma, René Redzepi

mbl.is/ÓX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert