Er kryddhillan þín klár fyrir jólin?

Það þarf að gera kryddhilluna klára fyrir jólin en kanill …
Það þarf að gera kryddhilluna klára fyrir jólin en kanill og stjörnuanís eru þar á lista. mbl.is/søndagsavisen.dk

Við elskum góðan mat og gotterí yfir hátíðirnar – en er kryddhillan tilbúin í það sem koma skal? Það eru nokkur krydd sem við hreinlega megum ekki vera án í desember og við höfum tekið þau saman.

  1. Kanill er eitt elsta kryddið í bókinni og er mikið notað við jólabaksturinn, í piparkökum og brúnkökum svo eitthvað sé nefnt.
  2. Anís er krydd með karakter! Er oft notað í brauð og kökur og ber lakkrískeim. Einstaklega gott í biscotti-kökur með einum bolla af kaffi.
  3. Kardimomme er þetta fína krydd sem smakkast eins og sítrus og eucalyptus. Er oft notað í bakstur en einnig sem mótefni við kvefi og hósta.
  4. Það eru engin jól án stjörnuanís og þetta krydd fær besta sætið í kryddhillunni. Mjög mikilvægt í jólaglöggið, te og marmelaði.
  5. Eitt aðalsmerki jólakryddanna er engifer sem er ómissandi í smákökurnar.
  6. Heilar kanilstangir eru eflaust mest selda kryddið fyrir jólin því þær er bæði notaðar til matargerðar og einnig sem skraut á svo marga vegu.
  7. Það er engin kryddhilla tilbúin fyrir jólin nema með vanillustöngum, enda erfitt að hugsa sér ris a la mande án vanillu. Upprunalega eru vanillustangir þurrkuð ber frá plöntum sem tilheyra orkídeu-fjölskyldunni og það finnast allt að 100 mismunandi tegundir af vanilluplöntum.
  8. Lárviðarlauf eiga bara alltaf að vera til í hillunni en í kringum jólahátíðina gegna laufin stóru hlutverki við matreiðslu á purusteikinni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert