Kjúklinganaggar sem krakkarnir elska

mbl.is/María Gomez

Hver elskar ekki kvöldmat sem er í senn fremur auðveldur og krakkarnir elska? Þetta er það sem kallast á fjölskyldumáli alslemma enda er þessi réttur sérlega frábær og ekki að ástæðulausu. 

Það er María Gomez á Paz.is sem á heiðurinn að uppskriftinni en sjálf segir hún að krakkarnir hennar elski þennan rétt.

Kjúklinganaggar sem krakkarnir elska

 • 3 kjúklingabringur
 • 3 egg
 • 1 bolli fínt rifinn parmesan-ostur (rífið sjálf með smáu rifjárni ekki kaupa þennan í dollunni)
 • 3/4 bolli Panko-brauðrasp (ekki rugla saman við Paxo). Panko er japanskt brauðrasp. Ekki nota annað rasp í staðinn því það kemur ekki eins út
 • Hveiti
 • salt
 • pipar

Aðferð

 1. Skerið bringurnar í bita á stærð við hefðbundna nagga
 2. Setjið plastfilmu yfir bitana og lemjið á þá með pönnu eitt högg svo þeir fletjist smá út (ekki of mikið)
 3. Setjið egg í skál og saltið og piprið ögn
 4. Setjið hveiti í aðra skál
 5. Og svo Panko og Parmesan í þriðju skálina (blandið því vel saman)
 6. Setjið hvern kjúklingabita fyrst í hveiti, svo egg og síðast í parmesan-pankoið
 7. Passið að hrista umframhveiti og umframegg vel af áður en dýft er í pankoið
 8. Raðið á ofnplötu með bökunarpappír
 9. Bakist svo á 210-220 C° blæstri í 20 mínútur eða þar til gyllinbrúnir
 10. Berist fram með pizzasósu til að dýfa í, namm ómótstæðilega gott.
mbl.is/María Gomez
mbl.is