Swiss Mocha-aðventukokteill

mbl.is/Linda Ben

Hvað er betra á aðventunni en að fá sér heitan og ljúfan kokteil eftir góða og nærandi útiveru? Það er engin önnur en Linda Ben sem á heiðurinn að þessum drykk sem ætti að ylja einhverjum um hjartaræturnar. 

Heimasíðu Lindu Ben er hægt að nálgast HÉR.

Swiss Mocha-kokteill

Hráefni fyrir tvö glös:

  • 100 ml þeyttur rjómi
  • 3 matskeiðar sykur
  • 3 tsk. vanillusykur
  • 1 tsk. Stroh 60 romm
  • 4 matskeiðar kakó
  • 400 ml af mjólk
  • 40 g af súkkulaði (dökkt)
  • Sterkt espresso skot
  • 2 til 4 cl Stroh 60 romm

Aðferð:

Rjómablandan:

  1. Þeytið rjóma með 1 msk. sykri og 1 tsk. vanillusykri.
  2. Rétt áður en rjóminn er orðinn stífþeyttur, bætið við 1 tsk. af Stroh-rommi út í.

Stroh-kakó:

  1. Blandið kakódufti, dökku súkkulaði, mjólk og 2 msk. af sykri og 2 tsk. af vanillusykri í pott og hrærið saman við vægan hita.
  2. Takið pottinn af hitanum og bætið 2-4 cl af Stroh-rommi út í pottinn og hrærið.
  3. Setjið sitt espresso-skotið í hvorn bollan. Hellið kakóblöndunni í bolla eða glas og bætið svo rjómanum ofan á. Fallegt að skreyta með smá saltri karamellu en því má sleppa.
mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert