Ljúffengar svissneskar hnetukökur

Þær bestu með góðum kaffibolla.
Þær bestu með góðum kaffibolla. mbl.is/thefoodclub.dk

Við höldum áfram að deila með ykkur einföldum og ljúffengum smákökum til að baka á aðventunni. Þessar eru algjör draumur og henta stórvel með góðum kaffibolla eða heitu kakói.

Ljúffengar svissneskar hnetukökur (35-40 stk.)

  • 2 egg
  • 150 g sykur
  • 150 g hveiti
  • 150 g heslihnetur

Aðferð:

  1. Pískið egg og sykur saman. Bætið hveiti og hnetum út í.
  2. Hellið deiginu í sandkökuform og bakið við 150° í 50-60 mínútur.
  3. Pakkið kökunni inn í rakt viskastykki og látið standa í kæli fram á næsta dag.
  4. Skerið kökuna í þunnar skífur og bakið í ofni við 225° í 5-6 mínútur (fylgist með kökunum á meðan).
  5. Þegar kökurnar hafa kólnað er hægt að setja þær í kökudós.
mbl.is