Uppáhalds letimatur Nigellu

Nigella Lawson nennir oft ekki að elda.
Nigella Lawson nennir oft ekki að elda.

Öll þekkjum við þá tilfinningu að nenna ekki að elda. Bara alls ekki. Sjónvarpsstjörnur og ofurkokkar eru þar engin undantekning og sjálf Nigella Lawson lýsti því á dögunum hvaða matur væri formlega „letimaturinn“ hennar.

„Ég byrja á því að sjóða grænkál  ef ég hef næga þolinmæði til að bíða  eða steiki smá blómkál. Ég opna dós af úrvalssardínum og þegar grænmetið er tilbúið kreisti ég smá sítrónusafa í pott með extra-virgin ólífuolíu og bæti við nokkrum chili-flögum, því næst sardínunum (og passa að þær fari vel í sundur). Síðan set ég grænkálið eða blómkálið, hristi þetta vel saman, kreisti smá sítrónusafa til viðbótar yfir og set þær kryddjurtir sem á ég yfir. Og já  hnetur ef ég á þær til. Best er að setja steinselju og valhnetur ef ég er með grænkálið eða dill og ristaðar furuhnetur með blómkálinu. En annars fer þetta eftir hvað er til í skápunum. Ef ég er of löt til að gera þetta þá er ekkert að ristuðu brauði með vænni smjörklípu og góðum tebolla. Það er ekkert sem toppar te og brauð,“ segir Nigella og þar höfum við það.

Nigella Lawson.
Nigella Lawson. mbl.is/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert