Nýjung fyrir neytendur - Bakaðar ostakökur

mbl.is/MS

Ostakökurnar frá MS hafa alltaf notið mikilla vinsælda og hafa ýmsar bragðtegundir verið settar á markað á undanförnum árum. Nýjustu kökurnar eru hins vegar ólíkar hinum að því leyti að um er ræða bakaðar ostakökur sem eru þéttari í sér og eins og nafnið ber með sér, bakaðar.

Fyrstu kökurnar sem koma á markað eru Bökuð marmara ostakaka og Bökuð vanillu ostakaka. Kökurnar eru góðar einar sér og himneskar með ljúffengum sósum og ferskum berjum og í raun góður grunnur til að útfæra og aðlaga að smekk hvers og eins.

Við getum mælt með þessum ljúffengu sósum en uppskriftirnar er jafnframt að finna á umbúðum.

mbl.is/MS
Jarðarberjasósa fyrir bakaða vanillu ostaköku
  • 250 g maukuð jarðarber
  • 250 g sykur
  • 3 msk. Maizena-mjöl
  • 150 ml vatn

Blandið öllum hráefnum saman í pott.

Hitið blönduna að suðu og lækkið þá hitann.

Hrærið því næst vel í blöndunni í þrjár mínútur, hellið þá í skál og leyfið að kólna í 15

mínútur áður en sósunni er hellt yfir ostakökuna.

mbl.is/MS

Súkkulaðihjúpur fyrir bakaða marmara ostaköku

  • 100 g smátt saxað suðusúkkulaði
  • 50 ml rjómi
  • 1 msk. síróp

Hitið rjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið í skál. Leyfið blöndunni að standa í um 2 mínútur og pískið því næst saman og bætið sírópinu út í. Látið blönduna kólna örlítið og þykkna áður en henni er smurt yfir ostakökuna. Gott er að bera kökuna fram með súkkulaðihjúp, hnetum og þeyttum rjóma.

mbl.is/MS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert