Eldhúsið kostaði 36 milljónir

Hjónin eru afar ánægð með útkomuna.
Hjónin eru afar ánægð með útkomuna. mbl.is/Architectual Digest

Það er misjafnt hvað fólk eyðir peningunum í en þetta eldhús er mögulega dýrasta eldhús heims. Hér gefur að líta hönnun sem byggir á veitingastaðnum Eleven í New York. Samtals kostaði eldhúsið um 300 þúsund dollara eða sem nemur 36 milljónum íslenskra króna. 

Eldavélin kostaði tæpar tíu milljónir og er listaverk út af fyrir sig. Það eru hjón í Dallas sem státa af eldhúsinu. Hann er lýtalæknir og hún er raunveruleikastjarna. Í viðtali við Architectual Digest segja þau að eldamennska sé ástríða hjá þeim og þau viti fátt skemmtilegra en að bjóða vinum í mat. 

„Sumir eyða peningunum sínum í forláta bíla. Við viljum eyða þeim í eldhús. Það er okkar lúxús,“ segja hjónin en fleiri myndir er hægt að skoða á síðu Architectual Digest

Eldavélin kostaði tæpar 10 milljónir og er algjört listaverk.
Eldavélin kostaði tæpar 10 milljónir og er algjört listaverk. mbl.is/Architectual Digest
Hönnunin minnir á opið eldhús á veitingastöðum.
Hönnunin minnir á opið eldhús á veitingastöðum. mbl.is/Architectual Digest
Það er ekki hægt að kvarta undan þessu eldhúsi.
Það er ekki hægt að kvarta undan þessu eldhúsi. mbl.is/Architectual Digest
mbl.is