Slagsmál og handtökur út af ostaköku

mbl.is/The Cheesecake Factory

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar snillingarnir hjá The Cheesecake Factory ákváðu að gefa 40 þúsund kökusneiðar í tilefni af 40 ára afmæli staðarins. 

Veitingahúsakeðjan vinsæla rekur hundruð veitingastaða um gervöll Bandaríkin og óhætt er að segja að staðurinn hafi vanmetið áhugann á gjöfinni góðu. Færri fengu sneiðar en vildu þrátt fyrir að 20 þúsund sneiðum væri bætt við. Margir voru brjálaðir yfir því að sneiðarnar hefðu klárast, starfsfólkið var að niðurlotum komið, óánægðir viðskiptavinir kvörtuðu mikið á samfélagsmiðlum, fjöldaslagsmál brutust út og að minnsta kosti einn viðskiptavinur var handtekinn eftir að hann neitaði að yfirgefa staðinn. 

Að sögn forsvarsmanna The Cheesecake factory tókst viðburðurinn vel að flestu leiti og ljóst að veitingastaðurinn á sér gríðarlegan fjölda aðdáenda. 

Söluverðmæti 60 þúsund kökusneiða hleypur á rúmlega 60 milljónum króna. Vegleg gjöf það!

mbl.is/The Cheesecake Factory
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert