Einfalt servíettubrot sem mun vekja lukku

Einfalt servíettubrot sem allir geta gert.
Einfalt servíettubrot sem allir geta gert. mbl.is/Christine Agertoft

Það eru ótal veislur og veitingar í desember og þá er gott að kunna nokkur trix þegar lagt er á borð. Eitt af því er að brjóta fallega um servíettur. Hér er sýnt á mjög einfaldan hátt hvernig þú getur komið gestunum þínum á óvart með fallegu servíettubroti sem þú munt framkvæma blindandi eftir nokkur skipti. Hér er mælt með að nota tauservíettur í stærðinni 50 x 50 cm.

mbl.is