Hleypt inn í hollum í frægasta bakaríi Danmerkur

mbl.is/Visit Copenhagen

Til er það bakarí sem þykir svo magnað að fólk hvaðanæva úr heiminum flykkist þangað til að bragða á dásemdum þess. Það þykir í senn ákaflega vandað og kökurnar þaðan eru heimsfrægar. Alla jafna er þar biðröð og undirrituð taldi ekki færri en 30 manns að meðaltali í biðröðinni - þrátt fyrir grenjandi rigningu og leiðinda veður. 

Bakaríið heitir La Glace og stendur í Skoubogade 3 sem er hliðargata upp af Strikinu í Kaupmannahöfn. Bakaríið var upphaflega stofnað árið 1870 og er nú rekið af sjöttu kynslóð bakara og konfektmeistara. Kökurnar þar eru hver annari girnilegri og menn gera sér ferð langt að til að setjast þar inn og fá sér köku og kaffibolla. Biðröðin þykir sjálfsagt mál enda auðvelt að bíða eftir einhverju svo bragðgóðu. 

Heimasíðu La Glace er hægt að nálgast HÉR.

mbl.is/Visit Copenhagen
mbl.is/Visit Copenhagen
mbl.is/Visit Copenhagen
mbl.is/Visit Copenhagen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert