Sturluð brúðarterta Nick Jonas og Priyanka Chopra

mbl.is/skjáskot af vef People.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Nick Jonas og Priyanka Chopra giftu sig með pompi og prakt. Tvö brúðkaup voru haldin - annað að amerískum sið og hitt samkvæmt hefðum hindúa. 

Mikið hefur verið um dýrðir og myndir af brúkaupunum hafa prýtt alla helstu fjölmiðla heims undanfarna daga. Við hér á matarvefnum höfum að sjálfsögðu mestan áhuga á brúðartertunni og eins og búast mátti við var hún rosaleg. 

Myndir segja meira en þúsund orð en frekari umfjöllun um kökuna má finna HÉR.

mbl.is