Snilldartrix með jarðarber

Sogrör má nota til ýmissa verka.
Sogrör má nota til ýmissa verka. mbl.is/Ethan Calabrese

Jæja, hér kemur einfalt leynitrix sem allir þurfa að hafa bak við eyrað varðandi jarðarber. Þetta þarftu að gera ef þú vilt ná græna kollinum af berinu án þess að skera berið sjálft.

Þú einfaldlega dregur fram sogrör, notar það til að stinga upp í jarðarberið, og græni toppurinn flýgur af. Þá er berið tilbúið í kokteilinn eða upp á pinna til skrauts.

mbl.is