Hátíðlegar hafrakökur með ómótstæðilegu súkkulaði

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér gefur að líta uppskrift sem er algjörlega ómótstæðileg, þá ekki síst fyrir þær sakir að hún inniheldur nýjasta Omnom-súkkulaðið sem sérfræðingarnir segja að sé alveg hreint úrvals.

Það er meistari Berglind Hreiðars á Gotteri & gersemar sem á heiðurinn að þessari uppskrift.  

Hátíðlegar hafrakökur

  • 125 g hveiti
  • 1 tsk. kanill
  • ½ tsk. matarsódi
  • ¼ tsk. salt
  • 115 g smjör við stofuhita
  • 100 g púðursykur
  • 50 g sykur
  • 1 egg
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 150 g gróft haframjöl
  • 120 g Omnom-súkkulaði „Drunk Raisins + Coffee“

Aðferð:

1. Blandið hveiti, kanil, matarsóda og salti saman í skál og leggið til hliðar.
2. Saxið súkkulaðið niður og geymið.
3. Þeytið saman smjör og báðar tegundir af sykri þar til létt og ljóst.
4. Blandið eggi og vanilludropum saman við og skafið niður á milli.
5. Setjið næst hveitiblönduna út í og að lokum haframjölið og súkkulaðið.
6. Gott er að hræra blöndunni saman í lokin með sleif, plasta skálina og kæla í um 30 mínútur.
7. Hitið á meðan ofninn í 175°C og klæðið bökunarplötu með bökunarpappír.
8. Takið kúfaðar matskeiðar af deigi og rúllið upp í kúlu, raðið á plötuna með gott bil á milli og þrýstið létt á í lokin. Uppskriftin gefur um það bil 12-15 kökur.
9. Bakið í 12-15 mínútur eða þar til kökurnar fara að gyllast.

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert