Sjóðheitar jólagjafir sem kosta undir 5.000 krónum

Steinbretti eru svakalega smart á matarborðið. Hægt að nota undir …
Steinbretti eru svakalega smart á matarborðið. Hægt að nota undir forrétti, osta eða jafnvel sem diska. Fakó verzlun, verð frá 360 kr. mbl.is/Nicolas Vahé

Það er gaman að gefa! Góðar gjafir þurfa ekki að kosta mánaðarlaunin til að slá í gegn. Við tókum saman nokkra hluti sem munu pottþétt vekja lukku og eru allir á viðráðanlegu verði.

Moscow Mule-koparbolli með sléttri áferð í rustik-útliti er hin fullkomna …
Moscow Mule-koparbolli með sléttri áferð í rustik-útliti er hin fullkomna gjöf. Snúran, 3.190 kr. mbl.is/Snúran
Kerti með kóríanderilm er eitthvað sem ætti að vera í …
Kerti með kóríanderilm er eitthvað sem ætti að vera í hverju eldhúsi. Hrím, 2.990 kr. mbl.is/Le Bruket
Skipulagsbox frá VITRA fyrir þá sem kjósa röð og reglu. …
Skipulagsbox frá VITRA fyrir þá sem kjósa röð og reglu. Prófaðu að planta kryddjurtum í þetta. Penninn, 4.748 kr. mbl.is/Vitra
Segðu það með stafabolla frá Design Letters. Epal, 2.950 kr.
Segðu það með stafabolla frá Design Letters. Epal, 2.950 kr. mbl.is/Design Letters
Kokteilglas er ómissandi í jólapakkann fyrir hressu týpuna sem er …
Kokteilglas er ómissandi í jólapakkann fyrir hressu týpuna sem er alltaf til í tjúttið. Þessi eru frá Holmegaard. Casa, 2.190 kr. mbl.is/Holmegaard
mbl.is