Sósan sem mun breyta lífi þínu

mbl.is/María Gomez

Margir vilja meina (og ég er ein þeirra) að sósan sé meginuppistaðan í máltíðinni. Þá ekki síst hátíðarmatnum þar sem kjötmeti á það til að vera ráðandi. 

Hér er uppskrift að uppáhaldssósu Maríu Gomez á Paz.is en hún segist afar fastheldin þegar kemur að sósum og vilji hafa sósuna þykka með miklu magni af sveppum. 

Jólasveppasósa með timian

 • 250 gr. ferskir sveppir
 • 15 gr. smjör til steikingar á sveppunum
 • ½ tsk. salt á sveppina
 • 95 gr. smjör
 • 1 ½ dl hveiti
 • 8 dl soðið vatn
 • 10 dl nýmjólk
 • 1 ¼ sveppasoðteningur
 • 1 svínasoðsteningur (ef þið eruð með svínakjöt, lamb, villibráð eða önd, ef þið eruð með þannig kjöt)
 • 1 pakki Toro-sveppasósa (bara nota dufið ekki gera sósu úr henni)
 • 1 pakki Toro-rauðvínssósa (bara duft beint úr pakka ekki tilbúna)
 • 1 msk. sykur
 • 1 msk. rifsberjahlaup
 • 1 tsk. þurrkað timian
 • ½ tsk. borðsalt
 • Svartur pipar
 • 1 dl rjómi

Aðferð

 1. Skerið sveppina í þunnar sneiðar og steikið með 15 gr. af smjöri og ½ tsk. af salti þar til þeir eru orðnir vel brúnir (athugið sjóða aðeins fyrst en byrja svo að taka á sig lit )
 2. Setjið til hliðar og bræðið næst 95 gr. smjör í potti
 3. Bætið hveiti út í brætt smjörið og hrærið vel og leyfið að sjóða í 1 mínútu svo hveitibragðið fari.
 4. Bætið næst soðna vatninu út í, soðteningum og báðum súpupökkunum þ.e. bara duftinu beint úr pakkanum en það er notað sem kraftur.
 5. Saltið næst með 1/2 tsk. salti og piprið og setjið sykur og rifsberjahlaup út í.
 6. Látið ná suðu og bætið þá mjólkinni og rjómanum út í ásamt sveppunum og hrærið vel í.
 7. Látið svo sjóða við vægan hita og hrærið í af og til í a.m.k. 30-40 mínútur.
mbl.is/María Gomez
mbl.is