Svona er best að geyma smákökurnar

Það er kúnst að geyma jólabaksturinn, en það eru til ...
Það er kúnst að geyma jólabaksturinn, en það eru til ráð við öllu! mbl.is/Joe Lingeman_Kitchn

Við höfum lagt það á okkur að baka helling af smákökum fyrir komandi jól en við þurfum einnig að geyma þær rétt. Flestir hafa eflaust lent í því að hafa bakað girnilegustu smákökur í heimi og sett þær í kökubox – en kökurnar sem eiga að vera mjúkar undir tönn verða harðar og þessar stökku verða mjúkar. Hvað er til ráða?

  • Ef þú ætlar að geyma smákökur til lengri tíma er best að setja þær í frysti, annars mega þær vera við stofuhita.
  • Geymið „mjúku“ kökurnar ekki með stökkum kökum. Og ef kökurnar eru mjög bragðmiklar, forðist þá að blanda þeim saman með öðrum týpum. Best er að setja brauðsneið í botninn á lofttæmdu boxi með kökunum, því rakinn í brauðinu mun halda þeim mjúkum.
  • Varðandi kökur sem eiga að vera stökkar viltu alltaf halda rakanum frá þeim. Ekki blanda þeim saman í box með „mjúkum“ kökum og geymdu í lofttæmdu íláti sem þó er ekki alveg lokað – þannig hleypur smá loft um og kemur í veg fyrir raka.
Rakinn úr brauðsneið mun halda smákökunum mjúkum.
Rakinn úr brauðsneið mun halda smákökunum mjúkum. mbl.is/Joe Lingeman_Kitchn
mbl.is