Nýr fetaostur kominn í verslanir

mbl.is/MS

Nú geta matgæðingar og annað áhugafólk um bragðgóðan mat tekið nettan trylling því kominn er á markað nýr fetaostur sem kallast Veislufeti!

Veislufetinn er í kryddolíu og kemur skemmtilega á óvart en olían inniheldur bragðgóð krydd á borð við hvítlauk, negul, steinselju og myntu og er óhætt að segja að osturinn henti vel í alls kyns heita rétti og salöt með hátíðarmatnum.

mbl.is