Þú trúir ekki hvað bökunarsprey getur gert

Bökunarsprey og naglalakk í sama liði – hvern hefði grunað?
Bökunarsprey og naglalakk í sama liði – hvern hefði grunað? mbl.is/Care2.com

Þið þekkið gamla góða bökunarspreyið sem notað er til að smyrja bökunarform og eldföst mót. Spreyið má nota í ýmislegt annað en í eldamennsku sem á eftir að koma á óvart.

Í fyrsta lagi getur þú spreyjað því á sturtuglerið því olían mun leysa upp öll óhreinindin, sem er lyginni líkast. Og annað trix er að þurrka naglalakk. Þegar óþolinmæðin grípur um þig og lakkið þarf að þorna helst núna, prófaðu þá að spreyja létt á neglurnar og dýfðu svo höndunum í kalt vatn í 30 sekúndur – og lakkið þornar.

mbl.is