Undurfögur súkkulaðilistaverk úr smiðju Hafliða Ragnars

Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari og súkkulaðijólatré.
Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari og súkkulaðijólatré. Haraldur Jónasson/Hari

Það kemst enginn með tærnar þar sem Hafliði Ragnarsson hefur hælana þegar kemur að súkkulaði. Nýjasta uppátækið hans eru forláta súkkulaðijólatré með konfektjólapökkum sem eru hreint út sagt ótrúleg.

Trén koma í sérlegum glerkúplum sem gerir sjónarspilið enn magnaðra. Að sögn Hafliða hafa trén runnið út og enn er hægt að kaupa þau í lausasölu en lokað var fyrir stórar pantanir, hreinlega af því að það tekur of langan tíma að gera hvert og eitt tré og því framboðið afar takmarkað. 

Hægt er að fá trén bæði úr hefðbundnu gourmet-súkkulaði og svo Ruby-súkkulaði sem ætti að bræða einhver hjörtu um þessi jól. 

Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari og súkkulaðijólatré.
Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari og súkkulaðijólatré. Haraldur Jónasson/Hari
Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari og súkkulaðijólatré.
Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari og súkkulaðijólatré. Haraldur Jónasson/Hari
Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari og súkkulaðijólatré.
Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari og súkkulaðijólatré. Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is