Fimm staðir þar sem eldhúsrúllan á alls ekki erindi

Það er þægilegt að grípa í eldhúsrúlluna en hún er ...
Það er þægilegt að grípa í eldhúsrúlluna en hún er ekki alltaf besti kosturinn við þrif. mbl.is/aradaphotography_Shutterstock

Það er svo handhægt að grípa í eldhúsrúlluna og þurrka upp allskyns óhöpp og nota við þrif. En þó að rúllan sé auðveldasti kostur þá er hún ekki alltaf besti kosturinn. Hér eru fimm atriði þar sem eldhúsrúllan ætti ekki að koma við sögu.

Flísafúga: Það er ekkert sem eldhúspappír mun geta hjálpað þér í þessari stöðu. Skítug fúga á milli flísa mun einungis tæta pappírinn niður og skíturinn situr sem fastast. Notaðu frekar gamlan tannbursta og þrifin verða leikur einn.

Gluggar og speglar: Ajax og eldhúsrúlla var lengi vel skothelt vopn við skítugum gluggum og speglum, en það eru gamlar fréttir. Best er að nota örtrefjaklút í verkið en þá má líka nota aftur og aftur. Eins er dagblað frábær kostur sem skilur ekki eftir sig neinar rákir á glerinu.

Uppsafnað ryk: Besta leiðin til að þrífa uppsafnað ryk, til dæmis við glugga er ekki með eldhúsrúllunni. Hér drögum við fram ryksuguna og tökum það mesta. Bleytum síðan örtrefjaklút og nuddum skítinn burt. Tuskan er þykkari í sér en pappírinn og kemur því að betri notum.

Teppi: Ef það hefur sullast niður á mottuna eða teppið er best að ná í hreinan hvítan klút frekar en eldhúsrúllu sem mun bara skilja eftir tættan pappír út um allt þegar hann blotnar. Og ef þú ætlar að þrífa gamlan blett í mottunni, þá er örtrefjaklúturinn málið.

Græjurnar: Jafnvel mjúkustu eldhúsrúllurnar eru ekki að fara koma í staðinn fyrir örtrefjaklútinn þegar þrífa á eldhúsgræjurnar – eða aðrar græjur yfir höfuð eins og lyklaborðið eða símann.

Notið örtrefjaklút við þrif á flísafúgu því eldhúspappírinn mun bara ...
Notið örtrefjaklút við þrif á flísafúgu því eldhúspappírinn mun bara tætast í allar áttir. mbl.is/Lauren Volo
mbl.is