Saltfiskur sem slær alltaf í gegn

Hér gefur að líta saltfiskuppskrift úr smiðju Ragnars Freys Ingvarssonar - sem er landsmönnum betur þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu. Hér fáum við dýrari týpuna af uppskrift þar sem myndband fylgir með. 

Ekki amalegt það enda alltaf gott að sjá hvernig sérfræðingarnir bera sig að.

Saltfiskur sem slær alltaf í gegn
 • 1 kg saltfiskur í stykkjum
 • 100 g hveiti
 • 2 tsk. hvítlauksduft
 • 2 tsk. reykt papríkuduft
 • pipar
 • 300 ml jómfrúarolía
 • handfylli svartar ólífur
 • handfylli grænar ólífur
 • 250 g kirsuberjatómatar
 • 2 msk. steinselja
 • 1 kg kartöflur 
 • 10 hvítlauksrif
 • 100 g smjör
 • 100 ml rjómi
 • sítrónusneið

Aðferð:

 1. Flysjið og sjóðið kartöflurnar í söltuðu vatni
 2. Maukið hvítlaukinn og blandið saman við soðnar kartöflur
 3. Hrærið saman smjöri og rjóma og saltið og piprið
 4. Blandið hvítlaukssalti, papríkudufti og pipar saman við hveitið. 
 5. Veltið fisknum upp úr hveitinu og steikið í heitri olíunni, 3 mínútur á roðhliðinni og 30-60 sekúndur á hinni. 
 6. Þegar fisknum er snúið er ólífunum og tómötunum bætt á pönnuna ásamt smátt skorinni steinselju. Raðað á disk og skreytt með sítrónu. 
mbl.is/skjáskot
mbl.is