Fimm atriði sem þú þarft að gera daglega

Tileinkaðu þér fasta rútínu í léttum handtökum á heimilinu.
Tileinkaðu þér fasta rútínu í léttum handtökum á heimilinu. mbl.is/Marie-Lyne Quirion

Þetta er ekki spurning um að þrífa heimilið hátt og lágt á hverjum degi. En það eru nokkur atriði sem er mikilvægt að gera daglega – til að halda heimilinu í nokkuð góðum málum. 

Vaskaðu upp! Það er eiginlega skrifuð regla að skilja ekki eftir óhreina diska í vaskinum þegar þú ferð að sofa. Best er að græja þetta og þurrka svo létt yfir vaskinn eftir notkun, þá mun allt virka aðeins hreinna.

Baðherbergið er líka undir smásjánni. Hér má líka alveg þurrka aðeins yfir vaskinn áður en haldið er í ból svo að gamlar tannkremstuggur séu ekki það fyrsta sem taki á móti manni morguninn eftir.

Þurrkaðu af eldhúsbekknum – við lofum að það mun breyta öllu að horfa ekki á matarleifar liggja í makindum eins og makríll á suðrænni strönd.

Moppaðu yfir gólfið í eldhúsinu. Það virðast vera ansi mörg verkefnin sem tengjast eldhúsinu, en það er fullkomlega skiljanlegt þegar rýmið er notað svona mikið.

Og síðast en ekki síst er það svefnherbergið. Áður en þú leggst upp í rúm, taktu þá koddann þinn og hristu hann aðeins. Þú vilt ekki liggja með andlitið í marga klukkutíma á kodda sem hefur safnað í sig ryki yfir daginn eða jafnvel nokkra daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert