Leyniuppskrift Hrefnu Sætran

mbl.is/

Sumir eru nokkuð mikið flinkari í eldhúsinu en aðrir og Hrefna Sætran er klárlega í þeim flokki. Því má það teljast öruggt að uppskrift sem hún er með í uppáhaldi er bæði frábær og góð. Hvað þá ef hún er leyni...

Hér gefur að líta uppskrift að ómótstæðilegum smákökum sem er nauðsynlegt að smakka.

Karamellu og vanillu jóla cookies

 • 2 ¼ bolli hveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • ½ tsk salt
 • 1 bolli smjör
 • ½ bolli sykur
 • ¾ bolli púðursykur
 • 1 pakki vanillu royal búðingur
 • 2 tsk vanilludropar
 • 1 egg
 • ½ bolli súkkulaðidropar eða spænir
 • Rolo nammi nokkrir pakkar

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 180°c. Blandið saman lyftidufti, hveiti og salti í skál. Hrærið saman smjör, sykur og vanillubúðinginn þar til létt og ljóst. 
 2. Bætið vanillunni og egginu út í. Hrærið vel saman. Bætið svo þurrefnunum út í og hrærið vel saman. 
 3. Blandið súkkulaðidropunum út í í lokin. Mótið kúlur úr deiginu og setjið á ofnskúffu. Bakið í 10 mínútur. Strax og kökurnar koma út úr ofninum setjið þá Rolo nammi í miðjuna. Skreytið svo ef þið viljið með sykurskrauti eða einhverju öðru skemmtilegu.
mbl.is/
mbl.is