Sígilda sósan Bal­samic beur­re noir

mbl.is/Thinkstock

Hér erum við að tala um beurre noir sem þýðir á frönsku: svart smjör sem vísar til þeirrar aðferðar að brúna smjör. Sósan þykir sérlega góð með fiski og eggjum og er einn af máttarstólpum franskrar sósugerðarlistar. 

Bal­samic beur­re noir
 • 2+4 msk smjör
 • 250 ml balsam­e­dik
 • 1 tsk tóm­at­púre
 • 1 rauður chili
 • hlyns­íróp eft­ir smekk
 • salt og pip­ar

Aðferð:

 1. Fyrst skal bræða 2 msk af smjöri við lágan hita á pönnu. Þegar það byrjar að freyða skal setja einn niðursneiddan hvítlauksgeira saman við og steikja áfram við lágan hita. Hvítlaukurinn á ekki að brenna en mun taka smá lit af smjörinu. 
 2. Þegar smjörið hefur brúnast skal hella 250 ml af góðu balsamikediki saman við og sjóða upp.
 3. Þegar suðan er komin upp skal bæta kúfaðri teskeið af tómatpurée og einum kjarnhreinsuðum söxuðum rauðum chili. Hrærið saman.
 4. Lækki ðhitann og leyfið edikinu að sjóða niður um 2/3. Slökkvið þá undir og hrærið 4 matskeiðum af smjöri saman við. Saltið og piprið eftir smekk.
 5. Ef balsamikedikið er mjög súrt þarf að sæta það ögn með syrki eða sírópi. 


mbl.is