Geggjuð borðskreyting fyrir jólaborðið

Fallegt jólaborð setur stemninguna á aðfangadag.
Fallegt jólaborð setur stemninguna á aðfangadag. mbl.is/Caroline Burke

Við erum dottin í vikuna fyrir jól og vonandi er stressið ekki að taka yfir. Stóra spurningin er hvernig dekka eigi borðið á aðfangadag. Margir fá gesti heim í hádeginu á aðfangadag og borða saman graut og annað gúmmelaði og þá er gaman að vera með vel skreytt borð.

Hér er einföld, smart og fljótleg útgáfa af dekkuðu borði. Það eina sem þú þarft er dúkur, kertastjakar, kerti, greni og könglar.

Best er að byrja á því að leggja dúkinn á ...
Best er að byrja á því að leggja dúkinn á borðið og raða síðan greninu fyrir miðju. Leyfið greninu að vera frjálslegt. mbl.is/Caroline Burke
Ef þú ert með hvíta diska, reyndu þá að velja ...
Ef þú ert með hvíta diska, reyndu þá að velja skálar í dekkri lit á móti. Notaðu jafnvel eitthvað gyllt til að hífa inn meiri glamúr. mbl.is/Caroline Burke
Veljið kerti í mismunandi hæðum. Ef þau eru öll í ...
Veljið kerti í mismunandi hæðum. Ef þau eru öll í sömu hæðinni má brjóta neðan af nokkrum þeirra til að fá meiri dýpt í uppsetninguna. Byrjið að raða hlutunum fyrir miðju og vinnið ykkur út í hliðarnar. mbl.is/Caroline Burke
Bætið við könglum og öðru jóladóti og að lokum koma ...
Bætið við könglum og öðru jóladóti og að lokum koma glösin á borðið. mbl.is/Caroline Burke
mbl.is/Caroline Burke
mbl.is