Hjartað slær í Hafnarfirðinum

Silbene Diaz er yfirkokkur og eigandi A. Hansen.
Silbene Diaz er yfirkokkur og eigandi A. Hansen. Kristinn Magnússon

Yfirkokkurinn og eigandinn heitir Silbene Dias og fluttist hingað til lands frá Brasilíu fyrir fjórtán árum. Það lá snemma ljóst fyrir að hjarta hennar slægi í eldhúsinu en hún þykir mikill meistarakokkur. Undir hennar stjórn hefur A. Hansen gengið í endurnýjun lífdaga. Staðurinn var tekinn rækilega í gegn án þess þó að glata sérkennum sínum.

Áherslan er á steikur – þá ekki síst grillaðar og það sem sérstaka athygli vekur er viðráðanlegt verð. Matseðillinn þykir spennandi og segir Silbene að gestum sé sífellt að fjölga og staðurinn að spyrjast út.

Slíkt þykir alla jafna mikill gæðastimpill en veitingastaðir í heimabyggð njóta sífellt meiri vinsælda og úrvalið í Hafnarfirði er að verða framúrskarandi. Silbene segir að hjarta hennar slái svo sannarlega í Hafnarfirðinum og að markmið þeirra sé að bjóða upp á sem allra bestu upplifun sem völ er á.

Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Staðurinn sérhæfir sig í grilluðum steikum.
Staðurinn sérhæfir sig í grilluðum steikum. Kristinn Magnússon
Grullaður humar á spjóti getur ekki klikkað.
Grullaður humar á spjóti getur ekki klikkað. Kristinn Magnússon
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »