The Guardian mælir með jólaglögg á Veðurbarnum

Veðurbarinn er á Klapparstíg 33.
Veðurbarinn er á Klapparstíg 33. mbl.is/Veðurbarinn

The Guardian fjallar um þekkta jóladrykki víða um heim og ef glöggt er að gáð má sjá þar íslenksa Veðurbarinn meðal þeirra sem blaðið útlistar sem 10 bestu jóladrykki heims.

Í umfjöllun Guardian segir meðal annars að hin íslenska jólaglögg sé innblásin af hinum skandinavíska frænda sínum en sé töluvert áfengari og oftar en ekki með íslenskum hráefnum á broð við brennivín eða ákavíti, og stundum bragðbætt með bláberjum eða lakkrís.

Jólaglöggin á Veðurbarnum innihaldi rauðvín, dillað ákavíti, koníak portvín, Fernet-Branca, appelsínu- og sítrónubörk, kanil, negulnagla, allrahanda, hungang, lakkrís og kaffikorg.

Umfjöllun The Guardina má lesa HÉR.

mbl.is