Hátíðar nautalund með geggjuðu meðlæti

Girnileg nautalaund með perusalati.
Girnileg nautalaund með perusalati. mbl.is/Mikkel Adsbøl

Gjörið svo vel! Girnileg nautalund vafin serrano skinku með fenniku og peru salati er komin á borðið. Við sláum ekki hendinni á móti slíkri veislu.

Nautalund með spennandi meðlæti (fyrir 4)

  • 850 g nautalund
  • 4 msk salvía, smátt söxuð
  • Salt og pipar
  • 8 þunnar skífur af serrano skinku
  • Kjötsnæri
  • 25 g smjör

Fenniku-peru-salat:

  • 1 stór fennika
  • 1 pera, gjarnan Clara Friis
  • 30 g valhnetur
  • 50 g spínat
  • Handfylli þurrkuð trönuber
  • ½ msk dijonsinnep
  • 1 tsk hunang
  • 1 msk sítrónusafi
  • 3 msk valhnetuolía eða mild ólífuolía

Annað:

  • 1 kg kartöflur
  • 24 lárviðarlauf
  • Olía, salt og pipar

Aðferð:

  1. Stráið salvíu, salti og pipar yfir kjötið. Vefjið serrano skinkunni utan um kjötið og kjötsnærinu til að skinkan haldist.
  2. Brúnið kjötið á pönnu upp úr smjöri og leggið í eldfast mót inn í kaldan ofn. Stillið ofninn á 100° og leyfið kjötinu að steikjast í 20 mínútur. Kjöthitinn á að vera um 53°.
  3. Setjið álpappír yfir kjötið og leyfið því að hvíla.
  4. Skerið fennikuna mjög þunnt, jafnvel með rifjárni. Skerið peruna í litla teninga eða þunnar skífur. Hakkið hneturnar gróflega. Blandið fenniku, peru, hnetum, spínati og trönuberjum í skál.
  5. Pískið sinnep, hunang, olíu, salt og pipar saman og blandið út í salatið.
  6. Skerið kartöflurnar til helminga og leggið á bökunarpappír á bökunarplötu og dreypið olíu yfir. Leggið eitt lárviðarlauf ofan á hverja kartöflu og saltið og piprið.
  7. Berið fram kjötið með salati og kartöflum. Athugið að nota má kraftinn úr kjötinu í sósu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert