Jólagjafir Gourmet-fólksins

Góðborgarar innihalda ógrinni ómótstæðilegra borgara.
Góðborgarar innihalda ógrinni ómótstæðilegra borgara.
Hvað á að gefa matgæðingnum í ár? Hér gefur að líta skotheldan lista þar sem allir ættu að geta fundið hina fullkomnu gjöf handa gourmet-grallaranum í sínu lífi.
Grænkerakrásir Guðrúnar Sóleyjar er snilldarbók fyrir alla sælkera - ekki …
Grænkerakrásir Guðrúnar Sóleyjar er snilldarbók fyrir alla sælkera - ekki bara þá sem eru vegan. mbl.is/
Djúsí grænmetisbækur
Það vilja flestir reyna að borð meira grænmeti og því tilvalið að gefa girnilegar uppskriftabækur sem byggja á grænmeti - og sósum! Allt grænmeti er nefnilega gott með sósu! 
Við mælum sérstaklega með Góðborgurum, djúsí grænmetisborgarabók eða Grænkerakrásir Guðrúnar Sóleyjar fjölmiðlakonu og mannúðlegs matargats eins og hún kallar gjarnan grænmetisætur.
Bækurnar fást víða meðal annars á Heimkaup.is og í flestum bókabúðum

Matreiðslunámskeið sem kemur börnunum úr foreldrahúsi 

Við á Matarvefnum höfum nú oft dásamað matreiðslunámskeiðin á Salt. Þau eru líka afbragðsleið til að auka líkurnar á að börnin flytji úr foreldrahúsum fyrir fimmtugt.
Upplýsingar á Salt.is 
Skelfiskmarkaðurinn er með skemmtilegan smakkseðil.
Skelfiskmarkaðurinn er með skemmtilegan smakkseðil.

Vínsmökkun sem tryllir skilningavitin 
Skelfiskmarkaðurinn er nýtt veitingahús í eigu Hrefnu Rósu Sætran og félaga. Þar er hægt að kaupa gjafabréf á 10 rétta smakkseðil sem paraður er með úrvals vínum. Vínþjónn staðarins kennir fólki allt um lekkerheitin þess að drekka laglegt léttvín svo fólk getur slegið um sig í næsta matarboði. 
Gjafabréf fást á Skelfiskmarkaðnum eða á tix.is
Taco kvöldin á Coocoo´s Nest eru ávallt vinsæl.
Taco kvöldin á Coocoo´s Nest eru ávallt vinsæl.
Taco-stefnumótakvöld
Á veitingahúsinu The Coocoo's Nest er hægt að kaupa fjölda sniðugra gjafabréf á. Brunch-inn þar hefur verið sérlega vinsæll sem og Taco Tuesday eða mexíkóskur þriðjudagur þar sem boðið er upp á alvöru Taco í nýbökuðum mjúkum Taco skeljum. Hægt er að kaupa sérstök gjafabréf á Taco Tuesday. Fullkomin ávísun á stefnumót. 

Kaffi og kruðerí 
Það elska flest allir kaffi. Gott kaffi er ekki gefins og því er gaman að kaupa hágæðakaffi og kruðerí með til að gera jóladagsmorgun einstaklega ljúfan. Það má jafnvel kaupa kassa af dásamlegum makkarónukökum með.
Hægt er að panta kaffikörfur á kaffitar.is og makkarónukassinn fallegi fæst í Kruðerí. 
Gjafabréf eru alltaf vinsæl.
Gjafabréf eru alltaf vinsæl.

Bakkelsi í jólabrönsinn 
Brauð og Co og eflaust fleiri bakarí selja gjafabréf sem gott er að grípa í, í letikasti milli jóla og nýárs og njóta þess að kjammsa á nýbökuðu og lesa góða bók. 
Gjafabréf á Hlemm Mathöll er algjör negla.
Gjafabréf á Hlemm Mathöll er algjör negla.

Mathallarrölt 
Mathallirnar á Hlemmi og Granda hafa hlotið góðar viðtökur en þar er að finna fjölda girnilegra veitingastaða. Nú er hægt að kaupa gjafabréf sem gilda á öllum stöðunum í Mathöllinni Granda og Hlemmi. Skemmtileg upplifun fyrir forvitna sælkera og flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert