Djöflaegg Rauða hanans

Ásdís Ásgeirsdóttir

Þessi réttur er frábær sem forréttur eða meðlæti, passar t.d. mjög vel með jólaskinku eða síld. Hann kemur úr smiðju hins heimsþekkta Marcus Samuelsson sem rekur veitingastaðinn Red Rooster í Harlem.

Djöflaegg Rauða hanans

Fyrir 5 til 10

  • 10 egg
  • 2 bollar majónes
  • 1 msk chilisósa (t.d. sriracha)
  • cayennepipar á hnífsoddi
  • smá salt
  • lauksulta (sjá uppskrift að neðan)
  • steikt kapers
  • pikklaður rauðlaukur (sjá uppskrift að neðan)

Aðferð:

Sjóðið eggin í tíu mínútur. Skerið langsum og takið rauðurnar úr og setjið í matvinnsluvél með majónesi, chilisósu, salti og cayennepipar. Hrærið.

Lauksulta

  • 2 laukar, skornir í þunnar sneiðar
  • 1 msk síróp (úr sykri)
  • 1 msk sinnepsfræ
  • smá salt
  • smá smjör til steikingar

Eldið laukinn á pönnu í smá smjöri. Þegar þeir byrja að brúnast, bætið þá sinnepsfræjum og sírópi saman við og hrærið áfram.

Pikklaður laukur

  • 1 rauðlaukur
  • 1 bolli hrásykur
  • 1 bolli sérríedik
  • 1 bolli vatn

Aðferð.

Blandið saman ediki, hrásykri og vatni í pott og náið upp suðu. Kælið.

Afhýðið rauðlauk og skerið mjög þunnt og setjið út í volgan edikvökvann og látið liggja í einn til tvo tíma.

Raðið eggjahvítuhelmingum á disk. Setjið smá lauksultu í botninn á hverju eggi. Sprautið eggjarauðumaukinu ofan á laukinn. Steikið kapers á pönnu og stráið yfir. Setjið pikklaða laukinn efst.

Ásdís Ásgeirsdóttir
Ásdís Ásgeirsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert