Geggjað rauðkálssalat með appelsínum og hnetum

Hversu fallegt salat!
Hversu fallegt salat! mbl.is/Anders Schønnemann

Þetta salat er kannski tilvalið með jólamatnum en líka með öðrum mat. Hér er rauðkálssalat með appelsínum og hnetum sem er ekki bara bragðgott heldur er það líka svo fallegt á að líta.

Rauðkálssalat með appelsínum og hnetum (fyrir 2)

 • ¼ rauðkál (ca. 300 g)
 • 60 g þurrkaðar fíkjur
 • 1 appelsína
 • 2 msk eplaedik
 • 3 msk ólífuolía
 • 1 tsk hunang
 • 25 g valhnetur
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Skerið rauðkálið fínt og setjið í skál.
 2. Skerið fíkjurnar í litla bita og setjið út í rauðkálið.
 3. Dressing: Rífið appelsínubörk í skál og blandið við edik, olíu, hunang, salt og pipar.
 4. Skerið appelsínuna í litla bita og bætið út í dressinguna. Hellið því næst dressingunni yfir rauðkálið og blandið öllu vel saman.
 5. Hakkið hneturnar og setjið út í salatið.
 6. Blandið öllu vel saman áður en salatið er borið fram.
mbl.is