Ómótstæðileg bláberjakaka

Þessa bláberjaköku tekur enga stund að baka og hún svo …
Þessa bláberjaköku tekur enga stund að baka og hún svo fáránlega góð. mbl.is/TheFoodClub.dk

Svona kökur eru ómissandi í hverri viku, eða í það minnsta aðra hverja. Kakan er með bláberjum, súkkulaði og möndluflögum sem setja algjörlega punktinn yfir i-ið. Bláberjamáni sem þessi er kannski upplagður desert til að taka með í jólaboð og bera fram með ís eða þeyttum rjóma – pæling!

Ómótstæðilegur bláberjamáni (fyrir 6-8)

  • 150 g mjúkt smjör
  • 150 g marsípan
  • 100 g sykur
  • ½ tsk vanilluduft
  • 4 egg
  • 125 g hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 100 g frosin bláber
  • 50 g dökkt súkkulaði
  • 2 msk. möndluflögur

Aðferð:

  1. Þeytið mjúkt smjörið við marsípanið, sykurinn og vanilluduftið þar til blandan verður létt í sér. Bætið eggjunum við og hrærið saman við. Því næst kemur hveitið og lyftiduftið og að lokum bláberin.
  2. Klæðið smelluform (22 cm) með bökunarpappír og hellið deiginu þar í.
  3. Bakið við 185° á blæstri, í 35-40 mínútur, eða þar til kakan er bökuð í gegn.
  4. Þegar kakan hefur kólnað má skreyta hana með súkkulaði og möndluflögum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert