Fendi eldhús fyrir þá allra hörðustu

mbl.is/samsett mynd

Hér er farið töluvert úr frá því sem almennt telst í tísku hér heima þar sem skandinavísk naumhyggja ræður ríkjum með marmara í broddi fylkingar. Og það er í góðu lagi.

En hér sjáum við sýningareldhús og borðstofu hjá hinu fornfræga merki Fendi Casa en það er nú undir stjórn Raffaellu Vignatelli eftir að faðir hennar, Alberto, lést í fyrra. Hann átti jafnframt sögufræga höll og nú hefur Raffaella breytt höllinni í höfuðstöðvar fyrirtækisins og sýningarhúsnæði.

Höllin er staðsett í Forlí á norður Ítalíu og er yfir 700 ára gömul. Höllin er sögð hafa verið byggð af greifynju nokkurri sem á að hafa myrt eiginmann sinn.

Sjón er sögu ríkari en hér er lúxúsinn og smekkvísin alls ráðandi. Myndirnar er hægt að skoða HÉR.

Eldhúsið er ekki amalegt.
Eldhúsið er ekki amalegt. mbl.is/Elle Decor
Borðstofan er einstaklega glæsileg.
Borðstofan er einstaklega glæsileg. mbl.is/Elle Decor
mbl.is