Svona losnar þú við erfiða bletti

Glös eiga það til að skilja eftir hringlaga rákir í …
Glös eiga það til að skilja eftir hringlaga rákir í viðarborðum. mbl.is/yourhealth.net.au

Ertu með viðarborðplötu og kannast við að fá hringlaga munstur eftir glös og bolla. Þetta getur gerst ef þú leggur mjög kalda eða mjög heita drykki á borðið þar sem rakinn smýgur niður í viðinn og skilur eftir sig far.

Meira segja pizzakassi getur skilið eftir sig blett sem er frekar hvimleitt. Hér koma lausnir sem ættu að hjálpa til við að gera borðið aftur eins og nýtt.

  • Fyrst og fremst skal framkvæma öll neðangreind ráð af varkárni til að skemma ekki borðplötuna ennþá meira.
  • Prófaðu að setja hvítt tannkrem í klút eða handklæði og strjúktu lauslega á blettinn. Passaðu að fara ekki mikið út fyrir sjálfan blettinn.
  • Ef að tannkremið er ekki að virka þá má leita í natron. Rétt eins og áður, þá skaltu strjúka hringlaga hreyfingar þar sem bletturinn er og nú með jafnri blöndu af tannkremi og natron í hreinum klút.
  • Síðasta tilraun kemur hér ef þú vilt ekki nudda borðplötuna of mikið. Hér er heitu lofti blásið beint á blettinn með hárblásara. Það ætti að þurrka upp rakann í viðnum. Annað ráð er að setja handklæði á blettinn og prófa stilla straujárnið á medium hita og renna nokkrar strokur yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert