Svona gerir þú ef tappinn lendir í flöskunni

Við kunnum ráð við því þegar korktappinn hoppar niður á …
Við kunnum ráð við því þegar korktappinn hoppar niður á botn flöskunnar. mbl.is/kitchenettejen.com

Þú opnar góða rauðvínsflösku og verður fyrir því óláni að tappinn hoppar niður í flöskuna – ekki alveg það sem þú sást fyrir þér.

Til þess að ná korktappanum upp aftur er bara að verða sér út um snæri og binda á það nokkra hnúta með jöfnu millibili. Rennið bandinu ofan í flöskuna og snúið flöskunni á hvolf á meðan þú dregur í bandið. Þannig á tappinn að fylgja með og poppast út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert