Afgreiðslutími Vínbúðanna um hátíðirnar – lokað á morgun

GREG WOOD

Þrítugasti desember er að jafnaði söluhæsti dagur ársins í vínbúðunum en þar sem hann ber upp á sunnudag verður lokað í öllum vínbúðum landsins samkvæmt lögum. Því er eins gott að þeir sem ætla sér að skála um áramótin séu meðvitaðir um afgreiðslutíma Vínbúðanna til að lenda ekki í vandræðum. 

Opið verður á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Reykjanesbæ og Selfossi föstudaginn 28. des. til kl. 20, laugardaginn 29. des. til kl. 19 og til kl. 14 á gamlársdag.

Lokað er 1. janúar en opið í öllum Vínbúðum 2. janúar. Forsvarsmenn Vínbúðanna hvetja viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir og kynna sér vel afgreiðslutímann. Reikna má með að flestir viðskiptavinir verði á ferðinni á milli klukkan 15 og 18 föstudag og laugardag. Reikna má með hátt í 500 viðskiptavinum í stærstu Vínbúðirnar á hverri klukkustund þegar mest verður að gera.

Hér fyrir neðan er annars hægt að sjá yfirlit yfir alla afgreiðslutíma í kringum áramótin.

Afgreiðslutímar Vínbúðanna yfir áramótahátíðina.
Afgreiðslutímar Vínbúðanna yfir áramótahátíðina. mbl.is/Vínbúðin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert