Heitasti drykkurinn fyrir áramótin

Þú munt elska þennan kampavíns-mojito.
Þú munt elska þennan kampavíns-mojito. mbl.is/Lykke Rump

Segðu skilið við árið með frískandi kampavíns-mojito við hönd. Hér bjóðum við upp á léttari útgáfuna af klassískum mojito sem þú munt elska. Hvort sem þú sötrar drykkinn yfir ávarpi háttsettra embættismanna í sjónvarpinu eða sem fordrykk fyrir matinn mælum við með því að prófa þennan.

Sötrað yfir kampavíns-mojito (fyrir 6)

  • ½ tsk. strásykur
  • 1 cl ljóst romm, dökkt romm eða cacacha að eigin vali
  • Ferskur limesafi
  • 6-7 myntublöð per glas
  • Hálfþurrt kampavín eða Cava

Aðferð:

  1. Setjið ½ tsk. sykur í hvert glas ásamt 1 cl af rommi og smávegis af ferskum limesafa.
  2. Setjið myntublöðin í glösin og hrærið í með langri skeið. Merjið aðeins myntublöðin.
  3. Látið standa í hálftíma þar til sykurinn hefur leyst upp og myntan er byrjuð að gefa frá sér bragð.
  4. Þegar gestirnir koma fyllir þú glösin upp með kampavíni og við lofum að þeir eiga eftir að taka vel á móti.
mbl.is