Hugmyndir fyrir stærsta kvöld ársins

Næsta ár nálgast óðfluga og við tókum saman nokkrar hugmyndir …
Næsta ár nálgast óðfluga og við tókum saman nokkrar hugmyndir hvernig megi skreyta fyrir stærsta kvöld ársins. mbl.is/Getty images

Ertu í hópi þeirra sem elska að skreyta og taka á móti gestum? Þá er þetta fyrir þig. Hér eru nokkrar hugmyndir að skreytingum fyrir stærsta kvöld ársins, gamlárskvöld sem margir hafa miklar væntingar til.

Keyptu nokkrar fjaðrir og skreyttu þær með glimmeri. Getur hengt …
Keyptu nokkrar fjaðrir og skreyttu þær með glimmeri. Getur hengt þær upp á grein eða á vír eða jafnvel notað á matarborðinu sem borðskraut. mbl.is/Pinterest
Glimmer-stjörnur á glasið! Þessu föndri geta allir í fjölskyldunni tekið …
Glimmer-stjörnur á glasið! Þessu föndri geta allir í fjölskyldunni tekið þátt í. Jafnvel hægt að merkja stjörnurnar með nöfnum gestanna. mbl.is/Pinterest
Láttu útbúa myndaramma fyrir allar myndatökurnar sem munu verða þetta …
Láttu útbúa myndaramma fyrir allar myndatökurnar sem munu verða þetta kvöld. Það vilja allir fá mynd af sér síðasta dag ársins. mbl.is/Pinterest
Sniðug hugmynd að skreyta servíetturnar með stjörnuljósum. Mun pottþétt hitta …
Sniðug hugmynd að skreyta servíetturnar með stjörnuljósum. Mun pottþétt hitta í mark hjá krakkaskaranum. mbl.is/Pinterest
Stórar blöðrur eru alltaf málið og setja stemninguna í botn, …
Stórar blöðrur eru alltaf málið og setja stemninguna í botn, sama hvert tilefnið er. mbl.is/Pinterest
mbl.is/Pinterest
mbl.is