Mögulega svalasta kaffihús heims

Velkomin á The Budapest Cafe.
Velkomin á The Budapest Cafe. mbl.is/James Morgan

Við sjáum ekki mörg kaffihúsin í þessari útgáfu hér á landi. Þau gerast varla stílhreinni en þetta – The Budapest Cafe, sem staðsett er í Chengdu í Kína. Hér eru bogadregnar og skarpar línur sem einkenna stílinn og er svo algjörlega að tala saman.

Kaffihúsið er hannað af Biasol, sem hafa aðsetur í Ástralíu, en þeir fengu innblástur í verkið frá kvikmyndinni The Grand Budapest Hotel í leikstjórn Wes Anderson´s. Og þeir sem til þekkja, vita að hér um ræðir dálítið sérstaka ræmu.

The Budapest Cafe er með frekar einfalda litapallettu með dassi af brassi, sem til dæmis má sjá í hurðaropum. Eins hangir hinn víðfrægi stóll, Bubble Chair, þar í einu horninu og stelur senunni eins og svo oft áður.  

Sjáið marmarann, ljósin og bogadregna línu sem setur sterkan svip …
Sjáið marmarann, ljósin og bogadregna línu sem setur sterkan svip á vegginn. mbl.is/James Morgan
Litapallettan er ekkert flókin og öllu haldið í lágmarki.
Litapallettan er ekkert flókin og öllu haldið í lágmarki. mbl.is/James Morgan
Þetta handriði er meira en mörg orð fá lýst.
Þetta handriði er meira en mörg orð fá lýst. mbl.is/James Morgan
Bleika baðherbergið svo sannarlega í anda kvikmyndarinnar The Grand Budapest …
Bleika baðherbergið svo sannarlega í anda kvikmyndarinnar The Grand Budapest Hotel. mbl.is/James Morgan
mbl.is/James Morgan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert