Martha Stewart og Jane Austen í eina sæng

mbl.is/Martha Stewart

Hvað eiga Matha Stewart og Jane Austin sameiginlegt fyrir utan kynferðið? Uuuu... jú - þær eru báðar höfundar nýjustu útgáfu Hroka og hleypidóma sem Penguin Random House gaf út á dögunum og inniheldur uppskriftarskreytta útgáfu bókarinnar.

Hljómar snargalið en virkar ágætlega fyrir þá sem vita ekkert betra en góða ástarsögu og kyngimagnaðr skonsuuppskriftir. Reyndar er ótrúlegt að þetta hafi ekki verið gert fyrr í ljósi þess að þetta er ábyggilega nokkuð stór lesendahópur.

En bókin er fögur og við rákumst á hana í Eymundson á 3.999 krónur sem verður að teljast gjafverð.

mbl.is/Martha Stewart
mbl.is