Partýostur með chili-ívafi

mbl.is/Beglind Hreiðarsdóttir

Góður ostur klikkar aldrei í veisluna, ekki minnst ef hann er bræddur og bragðbættur með alls kyns gúmmelaði.

Hér kemur partýostur að hætti Berglindar Hreiðars á Gotteri.is sem kann betur en flestir að bræða osta (og hjörtu)!

Partýostur með chili-ívafi uppskrift

  • 1 stk. Höfðingi

  • 3 msk. hunang

  • 3 msk. Chili-sulta

  • Til hamingju Chili-hrískökur

  • Til hamingju Chili-jarðhnetur

Hitið ostinn á bökunarpappír/í eldföstu fati við 180°C í um 15 mínútur. Hellið sultu og hunangi yfir hann þegar hann kemur úr ofninum ásamt gróft söxuðum chili-hrískökum og  chili jarðhnetum. Gott er að bera ostinn fram með góðu kexi og salami skinku.

mbl.is