Svona gerir þú morgnana mun betri 

Góður kaffibolli getur öllu breytt.
Góður kaffibolli getur öllu breytt. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Morgnar eru ótúlega merkilegt og mikilvægt fyrirbæri. Vel heppnaður morgunn tryggir alla jafna að restin af deginum verði með ágætum og því er mikilvægt að fara rétt að.

Hér eru nokkur góð ráð sem klikka ekki - sérstaklega um helgar.

1. Kveiktu á kerti. Það er ótrúlega  róandi að kveikja á kerti td.inn í eldhúsi og borðstofu á myrkrum morgnum þegar verið er að reyna að koma heimilisfólkinu til meðvitundar. Allt verður örlítið notalegra. 

2. Gott kaffi.

Ekki drekka bara eitthvað kaffi. Keyptu gott kaffi, hitaðu bollan með heitu vatni áður en kaffið er sett í hann og veldu þá mjólk sem þér finnst best. Það er um að geraað prófa nýjar kaffitegundir og jafnvel læða nokkrum skeiðum af súkkulaði- og möndlukaffi með til hátíðarbrigða saman við kaffibaunirnar.

3. Tónlist.

Það er dásamlegt að búa til lagalista með uppáhalds lögum heimilisfólksins til að koma öllum í gott skap.

4. Spennandi morgunmatur.

Prófaðu þig áfram með nýja morgunverði og gerðu þá tilbúna kvöldinu áður sé þess kostur. Við vöknum öll betur við tilhugsunina um virkilega góðan morgunverð.

Hér að neðan má finna nokkrar góðar hugmyndir :

hlekkur hlekkur hlekkur hlekkur hlekkur hlekkur hlekkur
Pönnukökur eru frábær helgarmorgunverður.
Pönnukökur eru frábær helgarmorgunverður.
mbl.is