Gordon Ramsay tekur þátt í veganúar

Gordon Ramsay.
Gordon Ramsay.

Það fraus formlega í helvíti en sjálfur Gordon Ramsay hefur gefið það út að í fyrsta skipti í sögunni muni hann taka þátt í veganúar. Fyrir þá sem eru ekki með það á hreinu þá er veganúar samruni vegan og janúars og gengur út að borða sem mest vegan í janúar. 

Ramsay hefur hingað til ekki viljað taka þátt enda almennt ekki hrifinn af kjötlausum lífstíl. Hann sá sig þó tilneyddan í ár og því verður boðið upp á sérlegan vegan seðil á veitingastöðum hans. 

Fréttunum deildi hann á Instagram og skreytti með mynd af wellington-steik! Stórskemmtilegar umræður spruttu upp í kjölfarið og létu gárungarnir í sér heyra - enda tilefni til. 

View this post on Instagram

Oh lord it's happened.....we're giving #veganuary a go this year ! @breadstkitchen #beetwellington

A post shared by Gordon Ramsay (@gordongram) on Jan 7, 2019 at 6:50am PST

mbl.is