Snarhollur súperkjúklingur með avókadó

Hversu girnileg og litrík salsablanda með þessum bringum.
Hversu girnileg og litrík salsablanda með þessum bringum. mbl.is/Tasteofhome.com

Kjúklingabringur eru eitt það besta sem borið er á borð, því þær má útfæra á ótal vegu – og hér er einmitt ein útfærslan sem þykir afskaplega vel heppnuð. Snarholl og bragðgóð!

Grillaðar bringur með svakalega girnilegu salsa sem inniheldur alla liti regnbogans. Það má vel græja salsa blönduna í tíma, þá er bara að skella bringunum á grillið og njóta. 

Kjúklingabringur með regnbogasalsa

  • 4 kjúklingabringur
  • 1 ferskja, skorið í bita
  • 1 avocado, skorið í bita
  • ½ bolli rauð papríka, smátt skorin
  • 3 msk rauðlaukur, smátt skorinn
  • 1 msk fersk basilika, smátt skorin
  • 1 msk lime safi
  • 1 tsk hot sauce
  • ½ tsk rifinn börkur af lime
  • Salt og pipar

Aðferð:

Salsa: Blandið saman öllum ofangreindum hráefnum og smakkið til með salti, pipar og lime safa.

Grillið kjúklingabringurnar á útigrilli eða á grillpönnu og kryddið eftir smekk. Einnig hægt að steikja létt á pönnu í 2 mínútur á hvorri hlið og setja í ofn, 180° í 25 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn.

Berið kjúklinginn fram með litríku salsa.

mbl.is