Heimagerður morgunverðarbakki

mbl.is/Caroline Burke

Erum við ekki öll sammála um markmiðið „meira af morgunmat í rúmið“ árið 2019? Þá er gott að eiga góðan morgunverðarbakka til að bera kræsingarnar fram því það getur reynst frekar subbulegt að háma í sig beint yfir sænginni.

Hér sýnum við ykkur hvernig má útfæra morgunverðarbakka á laufléttan máta – skref fyrir skref. Allt sem þú þarft er viðarplata, málband, borvél, skrúfur, leðurbönd og mjög sterkt lím.

Byrjið á því að láta saga út fyrir ykkur plötu …
Byrjið á því að láta saga út fyrir ykkur plötu í stærðinni 36x46 cm eða í þeirri stærð sem þið óskið. Merkið því næst fyrir handföngunum og passið að fara að minnsta kosti 2-3 cm inn á bakkann frá kanti. mbl.is/Caroline Burke
Borið göt þar sem þið merktuð fyrir handföngunum.
Borið göt þar sem þið merktuð fyrir handföngunum. mbl.is/Caroline Burke
Klippið til leðurbönd sem þið viljið nota sem handföng. Hér …
Klippið til leðurbönd sem þið viljið nota sem handföng. Hér má vel nýta gamalt belti. Gætið að því að hafa böndin það löng að hægt sé að renna hendinni undir eftir að þau eru fest. mbl.is/Caroline Burke
Ef þú býrð svo vel að eiga beltagatara útbýrðu götin …
Ef þú býrð svo vel að eiga beltagatara útbýrðu götin með honum. Annars er hægt að renna við hjá skósmið eða stinga í með skrúfjárni, sem er þó ekki eins gáfulegt. mbl.is/Caroline Burke
Skrúfið böndin á bakkann.
Skrúfið böndin á bakkann. mbl.is/Caroline Burke
Sagið út fjóra jafnlanga stubba til að nota sem fætur, …
Sagið út fjóra jafnlanga stubba til að nota sem fætur, sirka 4 cm langa. mbl.is/Caroline Burke
Snúið bakkanum við og límið stubbana á bakkann. Leyfið þessu …
Snúið bakkanum við og límið stubbana á bakkann. Leyfið þessu að þorna alveg áður en bakkinn er tekinn í notkun. mbl.is/Caroline Burke
Þá er ekkert annað í vegi en að reiða fram …
Þá er ekkert annað í vegi en að reiða fram veitingar á bakkann og gleðja sjálfan sig eða aðra. mbl.is/Caroline Burke
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert