„Þegar ketóprógrammið kom gerðist eitthvað“

Gunnar Már Sigfússon.
Gunnar Már Sigfússon.

„Ég gaf út rafrænt ketóprógramm í febrúar á síðasta ári sem fékk fádæma góðar viðtökur og ég verð að segja að þrátt fyrir að hafa verið lengi í bransanum hef ég aldrei séð annan eins árangur hjá fólki,“ segir Gunnar um tilurð bókarinnar. „Ég setti ketóprógrammið þannig upp að ég blanda inn í það föstum ef fólk kýs að fara þá leið og það virðist vera sú leið sem skilar hvað mestum árangri á vigtinni og hvað heilsuna varðar. Mér þótti líka afar skemmtilegt að fá reynslusögur frá fólki sem hafði farið í gegnum prógrammið og hreinlega snúið lífi sínu við.“

Ég er með 10 frábærar reynslusögur í nýju bókinni þar sem fólk segir frá sinni líðan á ketó og hvað hefur breyst í þeirra lífi. Fólk er að missa fullt af kílóum en heilsufarslegi ávinningurinn er ekki síðri. Reynslusögurnar segja frá fólki sem hættir á lyfjum tengdum sykursýki, gigt og háþrýstingi á ótrúlega skömmum tíma, vikum og mánuðum. Fyrir mér er þetta aðalmálið því þarna ertu bókstaflega að stórauka lífsgæðin með því eingöngu að breyta því hvernig þú borðar. Almenn ánægja með rafprógrammið ýtti mér út í það að gefa út „alvöru“ bók um efnið og salan fyrstu dagana segir mér að það hafi verið rétt ákvörðun.“

Finnurðu mikinn áhuga hjá fólki?

„Ég er búinn að gefa út þrjár bækur um lágkolvetnamataræði og fimm rafbókarprógrömm og verð að segja það að þegar ketóprógrammið kom gerðist eitthvað. Ég upplifði áhugann á ketó á sama hátt og þegar fyrsta LKL-bókin mín kom út 2013. Það er mjög jákvætt að geta þróað hugmyndina að LKL lengra og það er það sem ketó gerir og blandar saman ketógenísku mataræði og föstum á hátt sem ég veit að virkar einkar vel og það er auðvelt að standa bak við þannig hugmyndafræði þegar mörg þúsund manns hafa farið í gegnum prógrammið með góðum árangri. Ketó er þó auðvitað ekki málið fyrir alla frekar en nokkurt mataræði en með því að vera í góðu sambandi við þátttakendur gegnum facebooksíðurnar sem ég er með hef ég reynt að sníða prógrammið þannig að það henti sem flestum og fólk geti lagað það að sér með því að geta valið um ólíkar leiðir til að taka ketó. Ég býð í raun upp á þrjá kosti að taka og fólk velur hvaða leið hentar því.“

Hver er mesti ávinningurinn að þínu mati?

„Því er auðsvarað. Langstærsti ávinningurinn af því að vera á ketómataræði er stórbætt heilsufar og verulegt fitutap. Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera með breytingum á mataræðinu og ég held því fram að með breyttum matarvenjum og lífsstíl getum við tekið stjórn á eigin heilsu og bætt hana stórkostlega, án lyfjagjafa eða læknisfræðilegra inngripa. „Let food be your medicine“ sagði góður maður fyrir nokkrum öldum, láttu matinn vera lyf þitt eða lækningu og það er hverju orði sannara. Við höfum þetta í alvöru í eigin hendi en þurfum flest leiðbeiningar með mat og atriði eins og svefn, meltingu, hugarfar og svo framvegis og það er það sem ketó aðstoðar fólk með. Heildræn lausn til að stórbæta heilsuna.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »