Hitaeininga- og áfengislaus bjór á markað

mbl.is/Heineken

Nú geta áfengislausir bjórunnendur tekið gleði sína á ný því Heineken hefur sett á markað bjór sem er bæði hitaeininga- og áfengislaus. Hver flaska inniheldur aðeins 69 hitaeiningar og hvort sem þið trúið því eða ekki þá bragðast bjórinn alveg eins og alvöru bjór.

Fyrir þá sem skilja ekki af hverju í ósköpunum nokkur maður ætti að vilja drekka óáfengan bjór yfir höfuð þá voru talsmenn Heineken viðbúnir þessari spurningu. Þeir benda á að það sé miklu algengara en margur hefði haldið að þörf sé fyrir áfengislausan bjór; til dæmis á meðgöngu, meðan verið er að keyra, á vinnufundum, á ströndinni eða bara í janúar.

Margir hafi smekk fyrir bjórbragðinu og góðri bruggun án þess að sækjast eftir áhrifunum.

Ekki er vitað hvort þessi útgáfa kemur hingað til lands en við vonum það svo sannarlega.

mbl.is/Heineken
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert