Einstakt eldhús í Kaupmannahöfn

Séð yfir í borðstofuna úr eldhúsinu.
Séð yfir í borðstofuna úr eldhúsinu. mbl.is/Danielle Siggerud.com

Í fallegu gömlu húsi í Kaupmannahöfn er að finna eldhús sem fær einhver hjörtu til að taka aukaslag. Hér erum við að tala um einfaldleika þar sem marmari og kalkaðir veggir skapa rými sem er algjörlega einstakt; bæði klassískt og um leið ákaflega nýtískulegt.

Hönnuðurinn heitir Danielle Siggerud og ekki er annað hægt en að hrífast af stílnum hjá henni en heimasíðuna hennar er hægt að nálgast HÉR.

Einfaldleikinn í fyrirrúmi.
Einfaldleikinn í fyrirrúmi. mbl.is/Danielle Siggerud.com
Takið eftir hvað bitarnir í loftinu fá að njóta sín.
Takið eftir hvað bitarnir í loftinu fá að njóta sín. mbl.is/Danielle Siggerud.com
mbl.is/Danielle Siggerud.com
Heimili Danielle Siggerud er í þessu fallega gamla húsi í ...
Heimili Danielle Siggerud er í þessu fallega gamla húsi í hjarta Kaupmannahafnar. mbl.is/Facebook
Mynd af mynd...
Mynd af mynd... mbl.is/Pinterest
mbl.is